26. september 2019 kl. 9 – 14 

Öllum hljóðfæra og söngnemendum tónlistarskólans er boðið á tónlistarvinnustofa með Listaháskóla Íslands í samvinnu við Tónlistarskóla Sandgerðis.

Nemendum tónlistarskóla Sandgerðis býðst að taka þátt í vinnustofu með fjölþjóðlegum hópi nemenda Listaháskóla Ísland fimmtudaginn 26. september. Vinnustofan fer fram í tónlistarskólanum.

ATH: Þeir hljóðfæranemendur sem stunda nám í Sandgerðisskóla og vilja mæta á vinnustofuna þurfa ekki að mæta í grunnskólann þennan dag. Að sjálfsögðu verður hádegishlé þar sem þau geta skotist í matsalinn og fengið sér að borða.

Þetta er einstakt tækifæri og verður dagskráin bæði fjölbreytt og skemmtileg. Nemendur fá tækifæri til að spreyta sig á skemmtilegum verkefnum og kynnast tónlistarfólki frá ýmsum löndum.

Til að skrá sig á vinnustofuna þarf að senda tölvupóst á [email protected] með upplýsingum um nafn og hljóðfæri eða láta hljóðfærakennara sinn vita.

Mæting er kl.9 í tónlistarskólann og stendur dagskráin til kl.14 með matar og kaffihléum.

Skólastjóri