• Píanó
• Gítar
• Söngur (klassík & pop)
• Málm- og tréblásturshljóðfæri (klarinett, þverflauta, trompet, cornet, horn, básúna, saxófónn)
• Blokkflauta
• Trommur / slagverk
• Rafgítar
• Rafbassi
• Ukulele
• Tónfræða og hljómfræðagreinar.

Að auki er mikil áhersla lögð á samspil og hljómsveitarstarf innan skólans, bæði blandaðar sveitir og sveitir innan deilda. Einnig er skólinn í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar varðandi lúðrasveitarstarf.

Foreldradagar

Samvinna við foreldra er mjög mikilvæg. Tvisvar á skólaári, í september og janúar eru foreldravikur. Foreldrar/forráðamenn eru þá boðnir sérstaklega velkomnir að sitja kennslustund með barni sínu, kynna sér hvernig náminu miðar og hvað er framundan. Það skal þó tekið fram að foreldrar/forráðamenn eru ætíð velkomnir í kennslustund og eru hvattir til að hafa samband við kennara hvenær sem þurfa þykir.

Öldungadeild

Öldungadeild er starfrækt við skólann. Námið er sérsniðið að þörfum hvers og eins. Lögð er áhersla á að námið sé bæði gagnlegt og skemmtilegt.