Skólaárið 2020-2021 verður unnið að gerð nýrrar fræðslu- og frístundastefnu fyrir Suðurnesjabæ. Vinna stýrihóps hófst á haustmánuðum og er áætlað að henni ljúki í júní 2021. Óskað er eftir hugmyndum að áhersluþáttum stefnunnar og eru allir íbúar, starfsmenn og aðrir hagsmunaaðilar hvattir til að deila hugmyndum með því t.d. að senda tölvupóst á [email protected] eða á facebook síðu tónlistarskólans; https://www.facebook.com/tonosand

Við viljum endilega heyra hvað nemendum, foreldrum og bæjarbúum öllum finnst hvað megi gera betur í tónlistarskólanum, hvað skipti mestu máli og hvernig draumatónlistarskólinn eigi að vera.