Fallinn er frá Guðjón Þorgils Kristjánsson, skólastjóri Sandgerðisskóla 1985-2005 og síðar forstöðumaður menningarmála í Sandgerðisbæ, síðar Suðurnesjabæ.

Er ég tók við sem skólastjóri tónlistarskólans kynntist ég Guðjóni Þorgils vel og var hann alla tíð okkar helsti bandamaður og leitaði ég oft til hans varðandi bæði fræðslu og menningarmál. Ávallt tók Guðjón mér fagnandi og hafði mikinn og innilegan áhuga á því starfi sem fram fór í tónlistarskólanum. Það var ómetanlegt að eiga stuðning Guðjóns vísan. Guðjón var sjálfur listamaður, málaði mikið og söng, kvað vísur og var auk þess ötull í að styðja ungt listafólk í Sandgerði. Missir okkar er mikill og sár. Fyrir hönd starfsfólks tónlistarskólans votta ég ættingjum, aðstandendum og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Halldór Lárusson

Skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis